Myndatökur fara einungis fram úti í náttúrunni eða í heimahúsi, þá kem ég með stúdíó ljós og hægt er að stilla upp við auðann vegg eða finna þægilega staði á heimilinu þar sem fólki líður vel. Það er lítið mál að útbúa litla og notalega aðstöðu þannig.
Ég tek ekki að mér að mynda einstaka veislur.
Hér fyrir neðan eru helstu myndatökur sem henta flestum, en ég má til með að segja að það skemmtilegasta sem mér finnst að mynda eru pör úti í íslenskri náttúru og bara gaman ef að veðrið er með eitthvað vesen. Ég er alltaf til í smá ferðalag til að finna flotta náttúruperlur til að mynda í.
Fjölskylda I



30 mín – 35.000kr
Innifalið í verði er allt skipulag/samskipti fram að myndatöku. Öll myndvinnsla + afhending á stafrænum myndum sem ég vel eða valið í samráði við fjölskyldu (15+ myndir).
Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítar.
Fjölskylda I – hentar vel fyrir til dæmis fyrir foreldra+börn eða útskriftarmyndatöku, fermingarmyndatöku og systkinamyndatökur.
Fjölskylda II






60 mín – 55.000kr
Innifalið í verði er allt skipulag/samskipti fram að myndatöku. Öll myndvinnsla + afhending á stafrænum myndum sem ég vel eða valið í samráði við fjölskyldu (35+ myndir).
Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítar.
Fjölskylda II – hentar vel fyrir stærri fjölskyldur þar sem amma og afi, eða frænka og frændi koma með og við stillum mismunandi upp í myndatökunni. Til dæmis: systkini með mökum og börnum, barnabörn saman með ömmu og afa, o.s.frv.
Bumbumyndataka






60 mín – 45.000kr
Innifalið í verði er allt skipulag/samskipti fram að myndatöku. Öll myndvinnsla + afhending á stafrænum myndum sem ég vel eða valið í samráði við verðandi foreldri/a (20+ myndir).
Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítar.
Myndatakan fer fram í heimahúsi eða úti í náttúrunni. Hægt er að gera ýmsar útfærslur og best er að setja fram og ræða sérstakar óskir í skipulagi fyrir myndatöku. Ég mæli með að myndatakan fari fram á 6. – 7. mánuði meðgöngunnar.
Ungbarnamyndataka



Misjafn tími, oft um 2-3 tímar – 50.000kr
Innifalið í verði er allt skipulag/samskipti fram að myndatöku. Öll myndvinnsla + afhending á stafrænum myndum sem ég vel eða valið í samráði foreldri/a (20+ myndir).
Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítar.
Myndatakan fer fram í heimahúsi. Hægt er að gera ýmsar útfærslur og best er að setja fram og ræða sérstakar óskir í skipulagi fyrir myndatöku. Í þessari myndatöku gefum við okkur góðan tíma, og ekkert stress í gangi. Leyfum barninu að ráða ferðinni.
Gott er að hafa myndatökuna á fyrstu 2 vikunum. Sniðugt er að hafa samband við mig rétt fyrir fæðingu svo ég viti af ykkur og svo þegar barnið er fætt, þá finnum við okkur dag sem hentar.
Mér finnst það koma flottast út ef við tökum myndir inni í góðri náttúrulegri dagsbirtu en ég mæti með ljósin líka. Gott er að hafa hlýtt á heimilinu á meðan myndatökunni stendur fyrir barnið. Yfirleitt nýti ég sæng og kodda og móta smá undirlag fyrir barnið þegar það er eitt, svo er hægt að taka myndir uppi í rúmi eða í sófanum og finnum það besta í stöðunni og prófum það sem hentar hverju sinni.
Brúðkaup






Brúðkaup geta verið allskonar og það er misjafnt hvað fólk óskar eftir að eiga á mynd frá deginum. Mér finnst þetta vera fallegustu dagarnar og ég dýrka að fá tækifæri til að mynda þennann mikilvæga dag. Það er einhver ólýsanleg hamingja yfir öllu sem yndislegt er að mynda.
Innifalið í verði er allt skipulag/samskipti fram að myndatöku. Öll myndvinnsla + afhending á stafrænum myndum sem ég vel. Ég hitti brúðhjón áður í gott spjall fyrir okkur til að kynnast. Við ræðum aðstæður og finnum út staðsetningu fyrir sjálfa myndatökuna.
Ein góð hugmynd sem mér finnst sniðugt að nefna, er að hafa myndatökuna sjálfa fyrir athöfnina. Þá er gaman að ná augnablikinu þegar brúðhjón hittast í fyrsta skipti á mynd í góðri birtu og þá er yfirleitt aðeins meiri tími sem hægt er að vinna með. Þetta er auðvitað algjörlega undir brúðhjónum að ákveða og finna hvað hentar fyrir daginn.
Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítar.
Undirbúningur – 50.000kr
Athöfn – 80.000kr
Myndataka – 60.000kr
2-3 tímar í veislu – 70.000kr
Allur dagurinn – 250.000kr – í kringum eða yfir 10 tímar með myndavélina.
Það er mjög misjafn hvað það koma margar myndir útúr deginum. En yfirleitt er það 200-300+ myndir. Ég er ekki að miða við neinn ákveðinn fjölda mynda, heldur að leyfa ykkur að fá allar þær myndir sem koma vel út úr deginum.
Ég kem yfirleitt daginn áður líka og mynda aðeins undirbúning á veislusal eða kíki með í kirkjuna/á staðinn í brúðkaupsæfingu, það fylgir frítt með. Þá er það líka fyrir mig til að kynna mér aðstæður og tækifæri til að kynnast ykkur og fólkinu ykkar betur.
Ef brúðkaup eru í minni gerðinni og hentar ekki inní rammann hér að ofan er lítið mál að ræða við mig og finna lausn á því. Eitt dæmi gæti verið:
Lítil athöfn með ykkar nánustu og svo stutt myndataka eftir athöfn í heildina um 2 tímar – 85.000kr