


Ég heiti Drífa og er úr Reykjanesbæ. Pabbi er reyndar úr Skagafirði og mamma að austan frá Seyðisfirði. Þannig ég er stundum á ferðinni um landið, oft með hundinn minn hann Nóa og alltaf til í eitthvað ævintýri út fyrir borgina. Ég hef tekið myndir af fólki í mörg ár og finnst það alltaf jafn yndislegt að fá skapa minningar fyrir ykkur. Mín hugsun er sú að verið er að festa móment á filmu og varðveita augnablik sem munu lifa áfram með ykkur og fyrir næstu kynslóðir. Hversu gaman er tildæmis að skoða myndirnar frá því í gamla daga heima hjá ömmu og afa yfir kaffibollanum. Til þess er leikurinn gerður.
Ég er ekki með stúdíó og myndatökurnar fara því fram úti í náttúrunni eða á ykkar heimili eftir því hvað hentar. Mér finnst það persónulegra þannig og mér finnst fallegustu augnablikin koma þegar ykkur líður vel og ekki of uppstillt. Mér finnst best ef að ég fæ að gleyma mér svolítið bakvið myndavélina til að þess að vera tilbúin að ná augnablikum sem koma á milli ykkar. Því er ég lítið að stilla ykkur til allveg niður í fingurgóma, bið ykkur kannski frekar um að fara á þennan stað eða hinn og færi ykkur aðeins til og frá og bíð svo eftir mómentum frá ykkur.
Í framhaldskóla byrjaði ég að mynda hitt og þetta, skráði mig síðan í ljósmyndaranám erlendis og lærði bæði í Noregi og Englandi. Mér fannst ótrúlega gaman að prófa eitthvað nýtt og að búa erlendis. Þar kviknaði líka áhugi fyrir myndlist og ýmisskonar skapandi greinum. Ég hef seinustu ár einnig verið að mála myndir undir listanafninu Flóðey og að kenna myndlist líka. Ég hef mikla þörf fyrir það að vera að skapa og gríp í það hvernig sem er.
Mitt nám:
o Fotofagskolen, Þrándheimur 2013
o BA Commercial Photography í
Art University of Bournemouth 2015
o MT í kennslu list og verkgreina Háskóli Íslands 2022
Hafðu samband hér:
Thank you for your response. ✨
Designed with WordPress